$ 0 0 Svanur Kristjánsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að forseti Íslands beri ábyrgð á áframhaldandi setu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem forsætisráðherra. Hann segist ekki verða undrandi ef í vikulok skipi forsetinn utanþingsstjórn.