![Bjarni Benediktsson er staddur erlendis þessa stundina en hefur í dag fundað með þingflokki sjálfstæðismanna gegnum fjarskiptabúnað. Hann á von um að funda með forsvarsmönnum Framsóknarflokksins seinna í dag.]()
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að þingmenn flokksins skynji að þungt hljóð sé í fólki eftir umfjöllun um Panamaskjölin. Hann vill ekki tjá sig um hæfi forsætisráðherra eftir umfjöllunina, en hann mun funda með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í dag og forsvarsmönnum Framsóknarflokksins.