![Lögreglan hljóp manninn uppi og handtók hann í Austurstræti.]()
Skyri hefur verið slett á Alþingishúsið. Það var gert tvívegis í dag með stuttu millibili og hefur lögreglan handtekið mann sem grunaður er um verknaðinn. Í síðara skiptið sletti hann skyrinu beint fyrir framan nefið á lögreglumönnum. Hann flúði svo af vettvangi en var handtekinn í Austurstræti.