![Um fimmtán prósent lána ÍLS bera uppgreiðslugjald sem fellur ekki undir lög um hámarkshlutfall þess.]()
Kona sem greip til þess að selja íbúðina sína til þess að eiga fyrir sjúkrakostnaði vegna krabbameinsmeðferðar þarf að greiða tæplega 10% uppgreiðslugjald hjá Íbúðalánasjóði þegar hún gengur frá láni sínu. Um 9.600 lán hjá sjóðnum bera uppgreiðslugjöld er geta numið milljónum króna.