![Taylor Swift var ein hataðasta stjarna Hollywood árið 2013 en tók þá til sinna ráða.]()
Árið 2013 var Taylor Swift í vondum málum. Greinar um hana hlutu lítinn lestur, lagasmíðar hennar voru sagðar klisjukenndar og hún sjálf var sögð fölsk í framkomu. Hún lenti á listum yfir hataðasta fræga fólkið í Hollywood enda átti hún í gríðarlegum erfiðleikum við að ná til síns helsta markhóps.