![Netverjar vildu ekki sjá Gump eina ferðina enn.]()
Þungt hljóð er í netverjum á facebooksíðu Stöðvar 2 eftir að ákveðið var að skipta myndinni Wedding Crashers út fyrir Forrest Gump á dagskrá í gærkvöldi. Þannig hóta fjölmargir að segja upp áskrift sinni og ganga sumir svo langt að segja myndina „hundleiðinlega“.