Það er mögnuð upplifun að virða fyrir sér náttúrufegurðina í hellinum Leiðarenda. Dropasteina, hraunstrýtur og hvernig glóandi kvika mótaði göng í hrauninu. Aðgengi er gott og því er hann vinsæll áfangastaður ferðamanna en ástandi hans hefur hrakað verulega vegna ágangs að sögn leiðsögumanns.
↧