![Frá aðgerðum slökkviliðsins við Hótel Ljósaland í nótt.]()
Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem er grunaður um að hafa kveikt í Hótel Ljósalandi í Saurbæ í Dalabyggð í nótt. Lögreglan segir að málið sé í vinnslu en ekki er búið að leggja gæsluvarðhaldskröfuna formlega fyrir Héraðsdóm Vesturlands. Það verði gert í kvöld eða í nótt.