![E-töflur, en hægt hefði verið að gera um 85 þúsund slíkar með mdma efninu sem Mirjam flutti inn.]()
Sú hætta sem Mirjam Foekje van Twujver setti sig í við að aðstoða lögreglu að finna höfuðpaura málsins ætti að milda dóm hennar um einn þriðja. Þetta sagði verjandi hennar við málflutning í Hæstarétti í dag. Bað hann dóminn um að senda skýr skilaboð til burðardýra um að samvinna borgi sig.