![Í 5.800 metra hæð, tilbúinn að skíða niður.]()
Hallgrímur Kristinsson er þessa dagana í fjallshlíðum Muztagh Ata fjallsins í Kína, en þar stefnir hann á að skíða niður af tindi fjallsins sem er í 7.546 metra hæð. Í vikunni skíðaði hann úr 6.500 metra hæð niður eitt þúsund hæðametra og er það líklega það hæsta sem Íslendingur hefur skíðað.