![Sveitarstjórnin mun gera Vegagerðinni grein fyrir afstöðu sinni í dag.]()
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps krefst þess að byggð verði brú yfir Vatnsdalsá við Grímstungu í Vatnsdal sem allra fyrst í stað þeirrar sem hrundi á þriðjudag þegar flutningabíl með farm í eftirvagni ók yfir hana. Sveitarstjórnin kom saman til fundar í gær vegna málsins.