![Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.]()
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist vera tilbúinn til þess að fara yfir rökin fyrir staðsetningu nýrra höfuðstöðva við Hörpu í Reykjavík. Bæjarráð Vestmannaeyja vill óháð mat á hagkvæmni staðsetningarinnar. Steinþór vill ekki gefa upp hvort ákvörðunin gæti verið endurskoðuð í kjölfarið.