![Brautskráðum nemendum úr háskólum landsins hefur fjölgað mikið undanfarin ár.]()
Bil atvinnutekna einstaklinga með grunnmenntun og háskólamenntun hefur farið minnkandi hér á landi undanfarin ár. Forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins segir þetta ákveðið umhugsunarefni. Þróunin sé ekki jákvæð þegar litið er til samkeppnishæfni þjóðarinnar.