![Gullni hringurinn, þar sem farið er að Gullfossi, Geysi og Þingvöllum, er afar vinsæll meðal erlendra ferðamanna.]()
Búið er að panta hjartastuðtæki sem komið verður fyrir á Gullfoss Kaffi eins fljótt og auðið er. Þegar eldri kona frá Þýskalandi hneig niður við veitingasöluna á laugardaginn var búið að beita hjartahnoði í hálftíma þegar lögregla kom á vettvang en ekkert hjartastuðtæki var á staðnum.