![Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð út í morgun vegna manns sem hótaði að beita skotvopnum.]()
Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð úr laust fyrir klukkan átta í morgun vegna manns sem hótaði að beita skotvopnum gegn öðrum manni. Sex lögreglumenn frá lögreglunni á Suðurnesjum, auk meðlima úr sérsveit ríkislögreglustjóra fóru að heimili mannsins að Ásbrú þar sem samningamaður lögreglunnar ræddi við hann.