![Bjarni benediktsson fjármálaráðherra.]()
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á Alþingi í dag að hann hafi ekki haft upplýsingar um að erlenda eignarhaldsfélagið Wintris hefði gert kröfur í bú föllnu bankanna. Félagið er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.