Í dag var nýtt samstarfsverkefni kynnt til leiks þar sem Domino‘s deildin og UN Women á Íslandi tóku höndum saman í sameiginlegu HeForShe átaki. Fyrirliðar karlaliða Domino‘s deildarinnar skráðu sig sem HeForShe á blaðamannafundi í dag og hétu því þar með að beita sér markvisst í baráttunni fyrir jöfnum hlut kynjanna á öllum vígstöðvum.
↧