![Þessi sýrlensku börn komu hingað til lands í janúar sem svokallaðir kvótaflóttamenn. Þeirra bíður allt annar raunveruleiki en hælisleitenda.]()
Fjöldi nýrra hælisumsókna á Íslandi gæti hugsanlega farið yfir þúsund á þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Á síðasta ári bárust henni 355 hælisumsóknir. Hagstæðast er fyrir hælisleitendur að búa margir saman í húsnæði, eða 40 til 50 einstaklingar á sama stað, að sögn stofnunarinnar.