![Stúdentagarðarnir við Sæmundargötu.]()
Karlmaðurinn sem hefur játað að hafa stungið mann í bakið með hníf við Sæmundargötu í Reykjavík aðfaranótt sunnudags hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Lögregla fór fram á að gæsluvarðhald yfir manninum yrði framlengt en héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því.