![Álverið í Straumsvík.]()
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbann á hluta af aðgerðum verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði við álverið í Straumsvík. Æðstu yfirmönnum Rio Tinto Alcan á Íslandi, stjórn félagsins og skrifstofufólki er heimilt að lesta ál um borð í flutningaskip en öðrum ekki.