![Héraðsdómur Austurlands.]()
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir auðgunarbrot með því að hafa fengið karlmann á níræðisaldri til að millifæra á sig 42 milljónir í þremur millifærslum árið 2014. Var maðurinn búsettur á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands á Hornafirði .