![Íbúar New Hampshire eru ef til vill ekki margir, en flestir íbúar Hvíta hússins sl. 60 ára hafa farið með sigur í forkosningunum þar og því þykja þær mikilvægari en margar aðrar.]()
Kjósendur í New Hampshire óðu í dag snjó til að mæta á kjörstað og greiða forsetaefnum demókrata og repúblikana atkvæði. Viðskiptajöfurinn Donald Trump vonast til að tryggja sér sinn fyrsta sigur eftir að hafa lent í öðru sæti í Iowa en kannanir spá Bernie Sanders stórsigri á Hillary Clinton.