![Færð er erfið á hálendinu og ferðamenn eru hvattir til að ganga ekki yfir það.]()
Talsvert er um það að erlendir ferðamenn leggi upp í gönguferðir á hálendi nú um stundir þó það sé illfært og þar mikill snjór. Ferðamenn eru hvattir til að ganga ekki á hálendið. Ef þeir gera það eiga þeir að skila inn ferðaáætlun og leigja neyðarsenda, ef þeir lenda í ógöngum.