![Myndir af upprunalegum íbúum Villa Baviera, sem þá hét Colonia Dignidad.]()
Átján ár eru liðin frá því að Winfried Hempel slapp loks úr greipum sértrúarsafnaðar undir stjórn Paul Schaefer, sem eitt sinn var liðsforingi í hersveitum nasista. Hann fær enn matraðir vegna þess sem hann mátti þola innan safnaðarins, sem varð til í nýlendu þýskra innflytjenda í Chile.