![Hollenska skipið Ryndam í höfn á Ísafirði.]()
Hollenska skemmtiferðaskipið Ryndam lagði úr höfn á Ísafirði fyrir stuttu, en um 100 farþegar um borð eru smitaðir af nóróveiru. Ósmitaðir farþegar komu í land í dag og röltu um bæinn, en hafnarstjórinn segir engin veikindi hafa gert vart við sig meðal Ísfirðinga enn sem komið er.