![Silfra á Þingvöllum.]()
Rúmlega 20 þúsund manns köfuðu í Silfru á síðasta ári og gerir þjóðgarðsvörður á Þingvöllum ráð fyrir að aðsóknin gæti jafnvel orðið enn meiri á þessu ári. Aðsóknin nálgast öryggismörk að sögn þjóðgarðsvarðar. Kona á þrítugsaldri liggur þungt haldin á gjörgæslu eftir köfunarslys í gjánni í gær.