![Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla.]()
Tölvuleikjaframleiðandinn Glu Mobile Inc hyggst fjárfesta í íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Plain Vanilla fyrir allt að 7,5 milljónir bandaríkjadala sem samsvarar um 970 milljónum króna. Fyrirtækið mun hafa forkaupsrétt á öllu hlutafé Plain Vanilla næstu 15 mánuði.