![Spilað að fiðlu á flugvellinum.]()
Starfsfólk utanríkisráðuneytisins í París hitti sýrlenska flóttafólkið þegar það millilenti á Charles de Gaulle flugvelli eldsnemma í morgun. Hópurinn fékk ávexti og nasl og börnin litabækur og lesefni á meðan þau biðu spennt eftir flugi til nýrra heimkynna.