![Margir í hópnum bera íslenska fánann.]()
„Takk Ísland, þetta er frábær þjóð,“ sagði einn fjölskyldufaðirinn í hópi sýrlensku flóttamannanna við blaðamann mbl.is nú rétt í þessu. Fyrsti hópur sýrlenska flóttafólksins sem boðin hefur verið búseta hér á landi er lentur í Keflavík. Þau eiga langt ferðalag að baki.