Þessa dagana er tómlegt um að litast í Bláa lóninu en það var tæmt í byrjun síðustu viku vegna stækkunar. Stefnt er að því að opna það aftur fyrir gestum 22. janúar en þá verður búið að stækka lónið um 2.000 fermetra en auk þess er verið að bæta við kísilbar og nuddaðstöðu.
↧