![Flóttafólk kemur á uppblásnum bát til grísku eyjarinnar Lesbos - mynd úr safni.]()
Hekla María Friðriksdóttir hefur verið á grísku eyjunni Lesbos frá því í nóvember en þar er hún sjálfboðaliði fyrir samtökin Lighthouse relief. Samtökin hafa slegið upp litlum búðum á norðurströnd eyjunnar þar sem sjálfboðaliðar og starfsmenn taka á móti flóttafólki sem siglir frá Tyrklandi og til eyjunnar á gúmmíbátum.