![Kona í borginni Jeddah kýs í fyrsta skipti.]()
Þær þurfa að vera huldar frá toppi til táar að vanda og mega ekki keyra sjálfar á kjörstað en í dag mega sádi arabískar konur kjósa í fyrsta skipti. Þar að auki máttu konur í fyrsta skipti bjóða sig fram til embættis, sem frambjóðendur í sveitarstjórnir landsins en þær eru einu opinberu embætti landsins sem valið er í með almennri kosningu.