Faraldur kórónuveirunnar hefur sett félagsstarf eldri borgara úr skorðum. Því hefur verið brugðið á það ráð að hringja í fólk sem er orðið eldra en 85 ára og býr eitt. „Fólk er bara einmana,“ segir Bryndís Hreiðarsdóttir sem starfar hjá félagsþjónustu fullorðinna hjá Reykjavíkurborg.
↧