![Jón segir að það sé yfirleitt auðvelt að sjá hvaða seðlar eru falsaðir og hverjir ekki.]()
Lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að falsaðir seðlar komi reglulega upp og oft í bylgjum. Yfirleitt er frekar auðvelt að sjá muninn á fölsuðum seðli og alvöru og eru verslunareigendur hvattir til þess að taka upp öryggisráðstafanir sem sporna gegn umferð þeirra.