![182 nauðganir voru tilkynntar Stígamótum á síðasta ári. Þar af voru hópnauðganir 19 talsins.]()
„Þegar um hópnauðganir er að ræða þá hafa gerendurnir tækifæri til að tala sig saman og samræma vitnisburð sinn. Af þeim stendur margfalt meiri ógn en af einum nauðgara. Það eru því minni líkur á að þeir séu kærðir og jafnvel einnig á að þeir séu sakfelldir,“ segir Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum.