![Stúlkunum var neitað um inngöngu á skemmtistaðina Paloma og Húrra á föstudagskvöldið.]()
Elísabet Gígja Steingrímsdóttir er ánægð með þau viðbrögð sem hún hefur fengið vegna færslu sem hún birti á Facebooksíðu sinni, en þar segir hún frá því hvernig henni og vinkonu hennar var neitað inn á skemmtistaði eftir að hafa greint dyravörðum frá því að þar inni væri kynferðisafbrotamaður.