![]()
Fimm prósent ríkustu Íslendinganna áttu 46,1% af eigin fé allra landsmanna árið 2014. Eigið fé er skilgreint sem heildareignir að frádregnum skuldum. Þetta kom fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar.