![Vigdís Hauksdóttir í Bifröst.]()
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tók til máls á málstofu í kvöld þar sem hún fór yfir þær árásir sem hún taldi sig og samflokksmenn sína hafa orðið fyrir á síðustu árum. Hún sagði ósýnilegan her stunda árásir gegn sér, helst á netinu, og neikvæð sjónarhorn gegnsýri almenna umræðu.