![Landspítali hefur undanfarin ár tilkynnt að jafnaði á milli 6 og 10 alvarleg atvik árlega til Landlæknis og nokkur þeirra til lögreglu.]()
Forstjóri Landspítalans segir að það hafi verið afar þungbært að að sjá samstarfskonu dregna fyrir dóm í vikunni, ákærða fyrir manndráp af gáleysi vegna alvarlegs atviks sem varð á gjörgæsludeild spítalans. Hann segir að málatilbúnað ákæruvaldsins gagnvart einstaklingi sé beinlínis skaðlegur.