![Björk segir mikilvægt að almenningur láti skoðun sína í ljós, ekkert verði áunnið í þögn.]()
Andri Snær Magnason og Björk Guðmundsdóttir biðluðu í dag til íslensks almennings sem og heimsbyggðarinnar að koma í veg fyrir óafturkræfanleg náttúruspjöll á hálendi Íslands. Þau eru talsmenn samtakanna Gætum garðsins sem berst fyrir því að miðhálendið verði friðað.