![Birgir Jakobsson landlæknir.]()
Landlæknir segir að ástæða sé til að ætla að áhrif verkfalla á heilbrigðiskerfið verði umtalsverð og skaðleg. Það sé mat embættisins „að það sé engin ástæða til þess að bíða eftir þessum skaðlegu áhrifum, heldur fylgja fordæmi vorsins og binda endi á verkföll SLFÍ og SFR eins fljótt og auðið er.“