![Í þau örfáu skipti sem litla systir Erlu fékk heimsókn var tilgangurinn ekki að sýna vináttu og kærleika.]()
Litla systir hefur glímt við líkamlega fötlun frá fæðingu. Hún glímir við þunglyndi, hún ber ör eftir sjálfsskaðandi hegðun og hefur reynt að taka sitt eigið líf. Móðir hennar er kletturinn í lífi hennar og berst fyrir réttindum hennar. Þetta sagði Erla Kristinsdóttir á málþingi Geðhjálpar í gær.