![Það tekur sinn tíma að vinna úr þeim gögnum sem voru haldlögð og komu fram við yfirheyrslur.]()
Rannsókn sérstaks saksóknara á meintum fjárdrætti hjá Sparisjóði Siglufjarðar er í fullum gangi. Um umtalsverðar fjárhæðir er að ræða að sögn saksóknara og teygir málið sig yfir nokkurra ára tímabil. Tveir voru handteknir í tengslum við málið og er annar þeirra forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð.