![Skaftá er í gríðarlegum ham, svört af aur og æðir yfir grasi gróna bakka sína. Ragnar Axelsson tók þessa mynd við ána í morgun.]()
Gríðarlegt tjón er að verða á landi vegna Skaftárhlaups. Rennsli í Eldvatni við Ása er nú 2.055 m³/s og hafa bændur á svæðinu aldrei séð annað eins. Tjón er á túnum, ökrum og ræktuðu landi og eru varnargarðar að bresta. Ljósmyndari mbl.is er á staðnum.