![Íbúar í nágrenni skólans komu saman í gærkvöldi og minntust fórnarlamba fjöldamorðingjans.]()
Chris Harper Mercer, 26 ára, sem skaut níu til bana og særði sjö í Umpqua háskólanum í Oregon í gær, var afar einrænn og glímdi við andleg veikindi. Hann bjó með móður sinni og þau voru afar náin. Hún gerði í raun allt sem hún gat til þess að verja hann fyrir nánasta umhverfi.