![Frá fundinum í Reykjanesbæ.]()
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ríkið eigi að einbeita sér að því að sinna löggæslu og heilbrigðismálum en ekki að standa í nærbuxnasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kom fram í máli hans á fundi Sjálfstæðisfélagsins í Reykjanesbæ í kvöld en á fundinum var rædd aðkoma einkaaðila að rekstri Keflavíkurflugvallar.