![Frá fyrra Skaftárhlaupi.]()
„Það er að aukast hægt og rólega í ánni, hún er aðeins farin að lóna upp á veginn við brýrnar inn á Skaftárdal en ekkert þannig að það sé orðið neitt alvarlegt,“ segir Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi í Skaftártungu. Hún lagði leið sína inn dalinn fyrir um klukkustund.