![Hjúkrunarfræðingarnir segja undravert að takist hafi að halda deildinni í stöðugri framþróun.]()
Hjúkrunarfræðingar á Blóðlækningadeild Landspítalans hafa miklar áhyggjur af framtíð deildarinnar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá 16 hjúkrunarfræðingum deildarinnar sem segja alvarlega stöðu komna upp í launabaráttu stéttarinnar í kjölfar lagasetningar á verkfall hjúkrunarfræðinga.