![Kaupþing var einn þriggja stóru bankanna fyrir hrun þeirra árið 2008.]()
Stöðugleikaframlagið sem kröfuhafar Kaupþings samþykktu á fundi sínum í Hörpu í dag að greiða, var samþykkt með 99,94% atkvæða. 0,000003% atkvæða féllu gegn því og 0,06% atkvæða voru auð. Stöðugleikaframlagið nemur 120 milljörðum króna og verður það greitt til ríkisins.