![Háskóli Íslands.]()
Fimmta árið í röð er Háskóli Íslands í hópi bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education World University Rankings sem birtur var fyrr í kvöld. Er háskólinn í 251-275. sæti á listanum að þessu sinni en nákvæmari röðun liggur ekki fyrir að svo stöddu.